Augu elskhuga míns eru ekki eins og sólin

Útgefandi: 
Ár: 
0

Ljóð eftir Diane di Prima í íslenskri þýðingu Birgittu Jónsdóttur. Þýðingin birtist í vefritinu Tíu þúsund tregawött.

Augu elskhuga míns eru ekki eins og sólin

Þessi augu eru rafgul, þau
hafa engan augnstein, þau eru fyllt
bláu ljósi (eldi).
Þau eru augu guðanna
augu skordýra, flakkandi
guðsmenn stjörnuþokunar, málm
vængir.
Þessi augu voru græn
kyrr, sjávargræn, eða grá
ljós þeirra
minna skilgreind. Þessi sjávargrænu
augu vefa drauma í hinu
áþreifanlega andrúmslofti. Þau eru ekki þín
eða mín. Það er sem hinir dauðu
sjái í gegnum augu þín, að aðrir hafi um stund
fengið lánaða þessa glugga, starandi.
Við erum kyrr. Það er sem að þessir gluggar
fyllast um stund með öðruvísi
ljósi.

Ekki blá, ekki rafgul. Heldur tjöldin sem dregin eru
yfir þína daglegu sjón séu dregin frá.
Hver ert þú, í raun og veru. Ég hef séð það
nógu oft, hið nakta
starandi augnráð valdsins. Við hlöðum
hvort annað með því / stokkið
inn án svika, við lifum í vindi
án hljóms. Hvar
erum við, raunverulega, klifrandi
hliðarnar á byggingum, til að rýna inn
eins og kóngulóarmaðurinn, í glugga
sem tilheyra ekki okkur.

Sjá http://10000tw.blogspot.com/2006/05/augu-elskhuga-mns-eru-ekki-eins-og.html