Ásta málari : Endurminningar Ástu Árnadóttur ritaðar eftir frumdrögum hennar sjálfrar og öðrum heimildum

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1975

Af bókarkápu:

Líf Ástu Árnadóttur, sem jafnan var kölluð Ásta málari, var eitt óslitið ævintýr. Hún fæddist í Narfakoti í Njarðvíkum 1883, en fluttist á miðjum aldri til Vesturheims og var búsett þar til dauðadags 1955. Atorka Ástu og áræði var með ólíkindum. Hún gerðist húsamálari, svo að hún gæti fengið kaup á við karlmenn og gæti stutt móður sína, sem varð ung ekkja með stóran barnahóp. Barátta hennar á þessu sviði hlýtur að teljast athyglisverð. Hún tók sveinspróf í málaraiðn í Kaupmannahöfn og meistarapróf í sömu grein í Hamborg. Hún er fyrsta íslenzka konan sem tekur próf í iðngrein, og fyrsta konan sem tekur meistarapróf í málaraiðn, ef ekki í öllum heiminum þá að minnsta kosti í Evrópu. En ef til vill mun persónusaga Ástu vekja mesta athygli. Hún segir frá lífi sínu af óvenjulegri hreinskilni og einlægni.

Gylfi Gröndal hefur skrásett endurminningar Ástu málara eftir frumdrögum hennar sjálfrar og öðrum heimildum.