Ármann og Blíða

Útgefandi: 
Staður: 
Án útgst
Ár: 
1994
Flokkur: 

Teikningar Bjarni Þór Bjarnason

Úr Ármanni og Blíðu:

Á hverjum degi situr bekkurinn í heimakrók.
Stundum les kennarinn fyrir þau
og svo spjalla þau saman á eftir.
Kennarinn segir að einn eigi
að segja frá í einu.
Hinir eigi að bíða og vera kurteisir.
Næstum allir vilja segja frá nema Ármann.
Hann roðnar og stamar
þegar hann opnar munninn.
„É-é-ég vil e-e-ekki...“ reynir hann.
„Ha!“ hvá krakkarnir í kór.
„Geturðu ekki talað eins og maður?“
spyr Jónas.
Þegar þau eru í heimakrók
getur Ármann stundum talað
ef hann situr alveg hjá kennaranum.
Það er næstum því
eins og að sitja hjá Blíðu.
Kennarinn heldur utan um hann,
Ármann roðnar ekki og honum finnst
orðin koma næstum eins og
hjá hinum krökkunum.
Hann brosir og hlær með hinum.
„Ármann hefur fallegasta brosið
í bekknum!“ segir kennarinn
og strýkur honum um hárið.
Svo skellihlæja þau öll.

(s. 13-14)