Appelsínuguli drekinn

Appelsínuguli drekinn
Útgefandi: 
Staður: 
Selfoss
Flokkur: 

Um bókina

Á fallegri eyju í fjarskanum eru spúandi eldfjöll og bullandi hverir. Þar búa líka drekar og því heitir eyjan Drekaland.

Dag nokkurn hendir ófögnuður nokkur einn af drekunum, Appelsínugula drekann. Lítill karl tekur sér bólfestu í eyranu á honum, syngur þar og trallar og gerir drekanum lífið óbærilegt. Hann leitar víða lækninga við þessum leiða kvilla, en hana virðist hvergi vera að finna.

En þegar sameiginlegar hremmingar henda litla karlinn og drekann, neyðast þeir til að taka höndum saman, með óvæntum afleiðingum.