Andrúmsloft glæps

Höfundur: 
Þýðandi: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1988

Um þýðinguna

El aire de un crimen eftir Juan Benet í þýðingu Guðbergs.

Úr Andrúmslofti glæps

- Haldið þér að hann hafi verið drepinn í svefni, höfuðsmaður minn?

- Kannski. Hver veit? En líklega hefur hann legið upp í loft. Eða legið hátt. Hver veit?

- Haldið þér að hann hafi verið skotinn í návígi, höfuðsmaður minn? - spurði Modesto.

- Ekki held ég það. Hann er ekkert sviðinn. Það hefur verið skotið á hann úr meira en meters fjarlægð, efalaust. Þekkir einhver hann, hefur hann sést hérna?

Báðir brugðust við á sama hátt: þeir þöndu út saman kreistar varir og hristu höfuðið neitandi.

- Það verður að tilkynna þetta Rétti þjóðvarðliðsins - sagði höfuðsmaðurinn. - En dómstólunum fyrst.

- Af hverju dómstólunum fyrst, höfuðsmaður minn? - spurði erindismaðurinn.

- Vegna þess að þeir eru lengra í burtu - sagði höfuðsmaðurinn, sem skorti aldrei orð, og hann bætti við: - Var hann með engin skilríki á sér?

Þeir brugðust við með sama hætti og áður. Erindismaðurinn benti á líkið með hökunni, eins og hann segði: - Þér sjáið það.

- Ég ætla að senda Paco í herstöðina í Ferrellan. Kannski hann komist aftur fyrir hádegi. Þér sjáið um að hringja til Réttarins uppi á Héraði - sagði höfuðsmaðurinn við erindismanninn.

- Höfuðsmaður minn . . .

- Hvað er nú?

- Það er laugardagur - sagði erindismaðurinn og lagði áherslu á orðin og talaði með semingi, svo höfuðsmaðurinn fengi tóm til að skilja og hugsa sig um.

(s. 30-31)