Andartak á jörðu

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1992
Flokkur: 

Úr Andartak á jörðu:

Hvörf

Birtan
er við fyrst litum hvort annað –
birta hinumegin við allt
sem við eigum að baki:
öll sporin og orðin í sögunni um okkur

Það var austur á landi
það var í skóginum
það var við fljótið

Já, hvað er heimurinn annað
en augnabliksmynd
lögð yfir þátíð sína;
hvað hefði merkingu
án þátíðar,
án minnis?

Deyjum ekki!
Birtan yfir Austurlandi eitt kvöld fyrir löngu
yfir þér og mér fyrsta sinn
slokknar með augum okkar
Saga okkar
ef við deyjum
er í einu vetfangi horfin
bak við allar minningar
eins og vatn

vatn sem fljótið bar
einhverntíma til sjávar.