Almanak jóðvinafélagsins

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1981
Flokkur: 

Úr Almanaki jóðvinafélagsins:

Ég heiti Ólafur Haukur Símonarson.
Ég var skírður þessu nafni skömmu eftir að ég fæddist. Þá var ég milli heims og helju. Ég valdi þetta nafn ekki sjálfur af augljósum ástæðum. Hefði ég hinsvegar átt að velja mér nafn hefði það ugglaust orðið einmitt þetta nafn. Þetta er nafnið sem hæfir mér. Já, það hefur komið í ljóst að ekkert annað nafn hæfir mér.
Ég var skírður í höfuðið á félaga föður míns sem drukknaði í sjó. Ég var líka eittsinn nær drukknaður í sjó.
Merkilegt.
- Heyrðu, kalla ég inná klósettið, ég hef komist að dálitlu um sjálfan mig. Kannski er það mikilvægt. Ég óttast ekki að drukkna í sjó.
Hún gerir rifu milli stafs og hurðar.
- Þú ert semsé maðurinn sem ekki óttast að drukkna í sjó, segir hún.
- Já, segi ég, einmitt.
- Hvað merkir það? spyr hún.
- Það er nú það, segi ég, kannski ég skreppi uppá loft og leggi mig. Mér gengur betur að hugsa í láréttri stellíngu. Ég þarf að koma dálítlu á hreint.
- Gerðu það vinur, segir hún.

(s. 22)