Alli Nalli og tunglið

Útgefandi: 
Ár: 
2009
Flokkur: 


Barnaleikrit byggt á bókum Vilborgar, Alli Nalli og tunglið (1959), Sögur af Alla Nalla (1965) og Sagan af Labba pabbakút (1971). Frumsýnt í Möguleikhúsinu í mars 2009 í leikstjórn Péturs Eggertz með tónlist eftir Kristján Guðjónsson.

Um leikritið:

Í leikritinu, sem tekur um 45 mínútur í flutningi, segir frá pössunarpíunum Ólínu og Línu. Þær vita fátt betra en að vera með börnum, fara með þeim í leiki og gera annað skemmtilegt. Þær hafa líka ýmsar sögur að segja af honum Alla Nalla, sem var fyrsti krakkinn sem þær pössuðu. Þó Alli Nalli væri oftast góður og þægur átti hann stundum til að vera pínulítið óþekkur eins og aðrir krakkar. Eins og til dæmis þegar hann harðneitaði að borða grautinn sinn á kvöldin. Þá gaf mamma hans tunglinu grautinn og tunglið stækkaði og stækkaði ...