Áfram, hærra!: Knattspyrnufélagið Valur í 100 ár, 1911-2011

Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2011
Flokkur: 


Um bókina:Áfram, hærra! er minningabók um 100 ár í starfi Knattspyrnufélagsins Vals, séð með augum höfundarins og ritstjórnarinnar sem var honum til fulltingis. Knattspyrnufélagið Valur var stofnað 11. maí 1911.Bókin geymir fjölda mynda og frásagna.Í upphafi segir frá því að strákar í KFUM stofnuðu Val. Séra Friðrik lagði grunn að starfinu í félaginu en Valur komst á flug þegar Friðrik áttaði sig á því að knattspyrna er reglubundinn leikur. Hann fann í knattspyrnuleiknum tækifæri til að kenna og leiðbeina og skapa heilsteypta dugandi menn:„Leggið alla stund á að leggja fegurð inn í leikinn. Kærið ykkur ekki um að vinna með röngu eða ódrengilegu bragði. Hælist aldrei yfir þeim sem tapa.“... 100 ár hafa liðið og bókin segir frá þeim.Strákar og stelpur hafa áhuga á leiknum ... og leikurinn er undirbúningur til sigurs í lífinu.Látið aldrei kappið bera fegurðina ofurliði!