Af greinum trjánna

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1960

Úr Af greinum trjánna:

Rainer Maria Rilke:

Heimurinn bjó í henni sem ég elska 

Heimurinn bjó í henni sem ég elska,
andliti hennar, en skyndilega
er hann farinn, næ ég ekki til hans.

Hversvegna drakk ég ekki nálægð heimsins
úr því andliti sem ég elska, er það birtist
augum mínum, ilmandi við munninn?

Ó, ég drakk. Hve óþreytandi drakk ég.
En í mér sjálfum bjó alltof mikið
af heimi og drekkandi bar mig framhjá.

(s. 73)