Ævintýraljóð

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2005
Flokkur: 

Bók í smákverasafni Birgittu, númer 6. Með myndum eftir höfund.

Úr Ævintýraljóðum:

Álfaskógurinn

Þegar álfarnir voru sofnaðir
í skóginum.
Læddumst við inn í hann.

Við skárum nöfnin okkar
í stærsta tréð.
Það var niðadimmt,
við sáum ekki að það var að deyja.
Ræturnar morknaðar.
Greinarnar hófu sig
ekki lengur mót himni,
heldur héngu niðurlútar
í átt til jarðar.

Við skárum und í lófa okkar.
Blönduðum blóði okkar
sem varð að þunnri húð.
Storknaði í sári trésins.

Blinduð í glýju heitstrenginga
byggðum við fallegar draumaborgir
úr efniviði hverfulleikans.

Þegar þeir hrundu
vaknaði skógurinn.

Álfadrotningin kom til mín
með rúnum ristan hring.
Hún smeygði honum
á vísifingur minn.

Augu hennar brostu breytingum.