Æviminningar Kristjáns Sveinssonar augnlæknis : Skráðar eftir frásögn hans sjálfs og fleiri heimildum

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1982

Af bókarkápu:

Kristján Sveinsson er einhver ástsælasti læknir, sem starfað hefur hér á landi. Hann er jafn gamall öldinni og gegnir enn fullu starfi, bæði á lækningastofu sinni fyrir aftan Dómkirkjuna og Landspítalanum - eins og hann hefur gert í hálfa öld. Hann er heiðursborgari Reykjavíkur og Læknafélagsins.

Með útkomu endurminninga Kristjáns Sveinssonar bætist nýtt verk við ævisagnabókmenntir okkar. Þetta er rammíslensk ævisaga; hér úir og grúir af skemmtilegum sögum, þjóðlífsmyndum og mannlýsingum. En fyrst og fremst geymir bókin lifandi frásögn af farsælli læknisævi; lífi og starfi merks Íslendings, sem ætíð hefur haft mannúð og hjálpsemi að leiðarljósi.