Ættjarðarljóð á atómöld

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1999
Flokkur: 

Úr Ættjarðarljóð á atómöld:

Auðnin [brot]

II.
Áin skrifar nafn sitt
í gljúpa sanda,
tíminn á ferð
frá klökknandi jökli
að kyrrum ósi

vindbarin gljúfur
bera þessu ferðalagi
vitni,

hvasst og margskorið
hraun
þar sem tíminn ristir
nafn sitt
í opinn stuðlabergslófa
þessarar þungstígu
auðnar
og vindurinn strýkur
hljóðlausu gnauði hvert strá, hvern stein
og hvert blóm

einhver hóar
úr nálægri fortíð

og einmana tófa á ferð

en handan árinnar
úfið skuggasvart hraunið
hlustandi útbrunninn
eldur

hjarta nýhætt
að slá.

(s. 81-82)