Æskuljóð hvíta mannsins

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2003
Flokkur: 

Safn af ljóðum sem áður birtust í ljóðabókunum Unglingarnir í eldofninum, Má ég eiga við þig orð, Rauði svifnökkvinn og Rauða og svarta bókin, auk ljóða sem áður hafa ekki birst á prenti.

Teikningar eftir Alfreð Flóka.

Úr Æskuljóðum hvíta mannsins:

VINNAN GÖFGAR

Mikið hefur verið ritað og rætt
um blessun vinnunnar
og þann siðferðislega ávinning
sem ku fylgja næturvinnu
í fiskvinnslustöðvum.

En ég segi fyrir mig
að eftir tuttugu tíma törn
í brjálaðri páskahrotu
langar mig mest á urrandi fyllerí
með hrikalegum slagsmálum
og trufluðu kvennafari.
(22)