Að eilífu

Höfundur: 
Útgefandi: 
Ár: 
1997
Flokkur: 

Uppfærslur:

Hafnarfjarðarleikhúsið / Nemendaleikhúsið 1997
Leikfélag Dalvíkur 1998
Leikfélagið Grímnir, Stykkishólmi 1999
Den Sönderjyske Höjskole for musik og teater, Toftlund, Danmörku 1999 _____________________________________________________

Úr Að eilífu (1997):

Svipmyndir úr brúðkaupi Guðrúnar Birnu Klörudóttur og Jóns Péturs Guðmundssonar, aðdraganda þess, undirbúningi og eftirköstum.

„það er stutt orð. Ást. Ákaflega stutt. Munar næstum því engu að það heyrist ekki. Bara svona, bara svona andardráttur, aaaaaaúúú, svona andvarp, þið vitið, með svolítið sssssssssuuuð-hljóð í eftirdragi, sem endar svo á daufu tu! Svona eins og hurð sé lokað á eftir suð-hljóðinu. Lok lok og læs. Ást. Ákaflega stutt orð.“

„þú ferð ekki í þessum druslujakka og ekki þessari örmagna, útjöskuðu peysu, Einar! þú ert ekki að fara á kennarafund. þú ert að fara í heimsókn til tilvonandi tengdaforeldra dóttur minnar. þetta er fínt fólk. Hann á kvóta. Finndu eitthvað skárra.“

„Ég kenni nú svona sitt lítið af hverju, aðallega íslensku. Byrjaði í fil med, jájá. Koxaði á anatómíunni. Hún var allt of konstrúeruð fyrir mig. Fór svo í klíníska síkkólógíu, gutlaði dáldið í fílunni meðfram, og fór svo að hafa svolítinn, ja, svona teóretískan áhuga á teólógíunni í bland við hippótesíska dekonstrúxjón, en fékk ákaflega lítið útúr guðfræðideildinni. Ákaflega lítið.“

„Sumar konur eru ekkert nema skúffur og leynihólf og engin leið að sortéra allt innvolsið.“

„þær fengu hérna kollektíft taugaáfall, kvennsurnar. Giska pent.“

„Mér finnst bara hlutirnir ekki gerast ef enginn hefur áhyggjur af þeim. “

„Nema hvað! Tveim vikum seinna! Hvað heldurðu? Kemur ekki á daginn að ég er ólétt! Eftir hann! Eftir þórarin þerripappír, þetta greppitrýni, þennan dellumakara og dela. Ekki nóg með það! Níu vikum eftir þessa uppgötvun, nýtt sjokk! Tvíburar! það er alveg með ólíkindum hvað sumir karlmenn geta verið mikið ódó. […] þeir sem stoppa styst skilja alltaf mest eftir sig.“

„Guðrún, þetta ... þetta var ekkert! þetta var bara svona kvöld, þú veist!“

„Byrjaðu bara að tala. þá ferðu ósjálfrátt að hugsa.“