Að baki daganna

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2003
Flokkur: 


Í bókinni er fyrsta bók Péturs, ljóðabókin Splunkunýr dagur (1973), endurútgefin ásamt ljóðum og textum frá árunum 1974 - 2001.

Úr Að baki daganna:

I

Allan daginn
hlustuðum við á garðinn anda
kinkuðum kolli
eða létum málið tala
allsbert barn plokkaði krónur blómanna
og lífið styttist um andartak.

Hægt og rólega
án þess að við tækjum eftir
pakkaði fjallið saman og garðurinn.

III

Enn vil ég hugsa í heildum
fullviss að dagarnir
eru þungaðir ævintýrum.

Við vitum ekki af öðrum
aðrir vita ekki af okkur
samt erum við og þeir.

Hugsaðu í hnöttum!
Þú átt allsstaðar hlut að máli.