Alþjóðleg samvinna

Skapandi borgir UNESCO
Samtök skapandi borga UNESCO (UNESCO Creative Cities network) samanstanda af borgum sem leggja áherslu á tónlist, handverk og alþýðulist, kvikmyndir, hönnun, margmiðlunarlist og matargerðarlist, auk bókmenntanna. Borgir sem státa af menningarlegri arfleifð á einhverjum þessara sviða geta sótt um að verða aðilar að samtökunum, en þær borgir sem hljóta inngöngu þurfa einnig að sýna fram á öflugt menningarlíf og metnað til framtíðar. Reykjavík var útnefnd Bókmenntaborg UNESCO árið 2011.
Samtök Skapandi borga UNESCO fer sístækkandi og eru nýjar borgir útnefndar á tveggja ára fresti. Aðildin er varanleg svo lengi sem borgirnar taka þátt í starfi samtakanna.
Skapandi borgir UNESCO starfa samkvæmt leiðarljósi samtakanna.
Bókmenntaborgir UNESCO
í þeirri röð sem þær voru skipaðar:
- 2004 Edinborg
- 2008 Iowa City
- 2008 Melbourne
- 2010 Dublin
- 2011 Reykjavík
- 2012 Norwich
2013 Kraká - 2014 Dunedin, Granada, Heidelberg og Prag
- 2015 Baghdad, Barcelona, Ljubljana, Lviv, Montevideo, Nottingham, Óbidos, Tartu og Ulyanovsk
- 2017 Bucheon, Durban, Lillehammer, Manchester, Milano, Qubec City, Seattle og Utrecht
- 2019 Angouleme, Beirut, Exeter, Kuhmo, Lahore, Leeuwarden, Nanjing, Odessa, Slemani, Wonju og Wrocław
Á sameiginlegum vef Bókmenntaborga UNESCO (citiesoflit.com) er að finna efni um gestadvalir í Bókmenntaborgum og fleiri verkefni sem rithöfundar og bókmenntaáhugafólk gæti haft áhuga á.
Það er að finna efni fyrir fjölmiðla, nýjar Bókmenntaborgir og almenn kynning á netverkinu. Borgir sem vilja ganga í Net skapandi borga UNESCO skila umsókn til UNESCO og eru nýjar borgir teknar inn á tveggja ára fresti. Þær borgir sem fá inngöngu stöðuskýrslu til UNESCO á fjögura ára fresti sem metur hæfni þeirra til að vera áfram í netinu.
Aðrar borgir í neti Skapandi borga UNESCO er hægt að sjá á vef UNESCO.