Beint í efni

Grasagarður - Auður Ava Ólafsdóttir

Hér við tjörnina í Grasagarðinum les Auður Ava Ólafsdóttir kafla úr skáldsögu sinni Afleggjarinn (Reykjavík: Bjartur, 2007).

Bókin er margverðlaunuð, meðal annars hlaut hún Menningarverðlaun DV í bókmenntum, Fjöruverðlaunin og hin frönsku Prix de Page. Afleggjarinn segir af rósaunnandanum Lobba, ungum manni sem leggur í ferðalag til meginlands Evrópu til að koma aftur í samt lag vanhirtum rósagarði í klaustri á ónefndum stað. Þegar í klaustrið er komið þarf Lobbi að takast á við framandi aðstæður…og óvænt föðurhlutverk.

Umsjón með upptökunni hafði Jórunn Sigurðardóttir á Rás 1 Ríkisútvarpsins