Beint í efni

til minnis :

til minnis :
Höfundur
Áslaug Jónsdóttir
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2023
Flokkur
Ljóð

Um bókina

Ljóðabókin til minnis: á uppruna sinn í eins konar ljóðadagbók og geymir því hversdagslegar augnabliksmyndir úr náttúru og borg, litaðar af mismunandi árstíðum, veðri og vindum. Bókin skiptist í tvo kafla, útfiri og næði, og tengjast ljóðin í þeim fyrri náttúru og landi en í þeim síðari er farið um borgina. Ljósmyndirnar í bókinni eru af sama meiði og ljóðin. 

Áslaug Jónsdóttir hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín og bækur hennar hafa verið þýddar á mörg tungumál, þar á meðal hafa bækurnar úr bókaflokknum um litla skrímslið og stóra skrímslið ferðast víða. Til minnis: er fyrsta ljóðabók hennar.

Úr bókinni

hafsýn

í nepjunni
rennur táramóða
suðvestur
fyrir hornauga
og sjónauka
en skipakomur
eru nú fátíðar
í firðinum

hvítfreyðandi boðaföll
á blindskerjum
kollsteypa hverri von

öldur rymja
með storminn í hálsinum
bryðja urð og grjót
uns lægir

 

Fleira eftir sama höfund

Non ! dit Petit-Monstre

Lesa meira

Un grand monstre ne pleure pas

Lesa meira

Gott kvöld

Lesa meira

Vill ha fisk!

Lesa meira

Skrímslaerjur

Lesa meira

Sagan af bláa hnettinum

Lesa meira

Skrímslapest

Lesa meira

Monster i mörkret

Lesa meira

Monsterpest

Lesa meira