Beint í efni

Öfugsnáði

Öfugsnáði
Höfundur
Bragi Ólafsson
Útgefandi
Bjartur
Staður
Reykjavík
Ár
2017
Flokkur
Ljóð

Úr Öfugsnáða

Tuttugu og fjórar línur um nýjan stað

Við komum hingað um kvöld.
En vitum ekki hvort sögnin að koma
er í nútíð eða þátíð.
Eða framtíð.
Hér í þessari óbyggðu borg
er ekkert að finna
nema vatnskönnu á kolli
við gluggann
og í könnunni vatn.
Við lyftum könnunni af kollinum,
fáum okkur sæti og að drekka,
en samt ekki allt
– ekki allt vatnið –
því hér er svo sannarlega verk
að vinna,
og betra að eiga eitthvað eftir
þegar á líður verkið
(og við verðum þyrst).
En núna,
þegar við horfum út um gluggann,
nennum við ekki að standa upp af kollinum,
því héðan er þetta fína útsýni,
og engin ástæða til að reisa einhvern vegg
utan um gluggann.

(44)

 

Fleira eftir sama höfund

Ljóð í Action Poétique

Lesa meira

Rómantískt andrúmsloft: 30 og eitt ljóð

Lesa meira

The Ambassador

Lesa meira

Animali domestici

Lesa meira

Wiersze

Lesa meira

Isländisches Theater der Gegenwart

Lesa meira
gegn gangi leiksins

Gegn gangi leiksins

Sjö ár eru liðin frá því ljóðskáldið Svanur Bergmundsson losnaði úr klefa sínum á Litla-Hrauni, eftir að hafa afplánað dóm fyrir manndráp.
Lesa meira

Hvíldardagar

Lesa meira