Beint í efni

Anna á Eyrarbakka: upphaflega barnasaga

Anna á Eyrarbakka: upphaflega barnasaga
Höfundur
Elísabet Kristín Jökulsdóttir
Útgefandi
Viti menn
Staður
Reykjavík
Ár
2015
Flokkur
Skáldsögur

Úr Önnu á Eyrarbakka

Ég var nýkomin á Eyrarbakka í skáldahús, ég ætlaði að skrifa barnasögu um kvíðann. Ég var nýbúin að komast að því að ég væri haldin kvíða. Ég mátti ekki hreyfa mig. Ég lifði lífi mínu andspænis aftökusveit. En sannleikurinn leynist í sögum. Og mér finnst gaman að ferðast þótt það sé varla ferðalag að skutlast á Eyrarbakka. En ég kann þó hvergi betur við mig en úti á landi. Samt fer ég aldrei neitt því þá byrja ég að hugsa. Þú átt eftir að lenda í árekstri, flugvélin hrapar. Það kviknar í húsinu. En nú vildi vinkona mín endilega keyra mig og mér datt ekki í hug að segja henni frá hugsunum mínum. Það gæti valdið árekstri. Ég bvonaði bara að bíllinn héldist á veginum. Ég tek það fram að ég heiti Anna, Anna já. Og vonast eftir að það verði hægt að tala við þig, að þú yfirgefir mig ekki á blaðsíðu þrettán eða skellir aftur bókinni, því ég er að tala við þig sem ég veit ekki hver ert, kannski er ég þó að tala við part af sjálfri mér sem er í felum eða er mér hulinn. Já. Hér knýr brimið dyra, brimgnýrinn dunar einsog blóðið í æðunum, alveg sama hljóðið og þegar skútur og bátar fórust í brimgarðinum og líkunum skolaði á land, ekkjurnar grétu. Já. Bíddu, hvert var ég komin?

(9)

Fleira eftir sama höfund

saknaðarilmur

Saknaðarilmur

Þegar fullorðin dóttir missir móður sína skríða áföllin upp úr gröfum sínum og veröldin fyllist af saknaðarilmi.
Lesa meira

Eldhestur á ís : verk fyrir leiksvið í einum þætti

Lesa meira

Fótboltasögur : tala saman strákar

Lesa meira

Sagan af Aðalheiði og borðinu blíða

Lesa meira

Ljóð í Cold was that Beauty...

Lesa meira

Heilræði lásasmiðsins

Lesa meira

Hörmungarsaga : (eða konan með hugmyndirnar) ; Sársauki áhorfenda

Lesa meira

Síðan þessi kona varð trúuð hefur hún verið til vandræða í húsinu

Lesa meira

Hringavitleysusaga : Villutrúarrit

Lesa meira